fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Mestu fólksflutningar sögunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. október 2010 06:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir mestu þjóðflutningar sögunnar áttu sér stað í Bandaríkjunum á tuttugustu öld. Það var þegar blökkumenn sem einkum bjuggu í suðrinu fluttu í borgir norðursins: New York, Detroit,  Chicago.

En þetta er ósköp smátt miðað við það sem gerist í Kína. Það eru þjóðflutningar sem toppa allt.

Á tíma Maós bjuggu 90 prósent Kínverja í sveitum. Þetta hlutfall hefur algjörlega snúist við og nú er þróunin að verða sú að fleiri Kínverjar búa í borgum en sveitum. Talið er að innan fárra áratuga verði hlutfallið 70 á móti 30 prósent.  Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar.

Þetta skapar gríðarlegt álag á borgir eins og Shanghai þar sem verið er að reisa endalausa íbúðaturna. Hættan á umhverfisspjöllum er hrikaleg.

Um daginn horfði ég á heimildarmynd í sjónvarpinu þar sem var meðal annars fjallað um hina svokölluðu Þriggja gljúfra stíflu í Yangtze-fljóti.

Til að byggja stífluna þurfti að reka á brott milljón manns. Allmargar smáborgir voru yfirgefnar, íbúunum var greitt fyrir að rífa þær til grunna. Og svo flyst fólkið burt til borganna.

Shanghai_art_400_20081128142111Shanghai eins og hún gæti litið út eftir ekki svo mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?