Það hafa verið uppi vangaveltur á hvaða forsendum vefurinn Pressan er rekinn.
Ég verð að viðurkenna að hér á Eyjunni hafa menn pælt í þessu: Hjá Eyjunni eru að ég held tvö stöðugildi, meðan fjöldi manns vinnur á Pressunni. Það er nefnilega töff bransi að halda úti vefriti. Tekjumöguleikar eru frekar litlir.
Nú skýrir Viðskiptablaðið frá því hverjir eru hinir raunverulegu eigendur Pressunnar. Það eru VÍS (semsagt Existabræður Lýður og Ágúst Guðmundssynir) og Salt Investments (Róbert Wessman) auk Björns Inga Hrafnssonar.
Í fréttinni kemur einnig fram að Pressan hafi tapað 30 milljón krónum á síðasta ári.