fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Varla teboð

Egill Helgason
Föstudaginn 29. október 2010 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvort verði til teboðshreyfing á Íslandi, og þá sérstaklega í tengslum við andstöðuna við aðild að ESB.

Nú er teboðshreyfingin bandaríska dálítið sérstök. Hún er að sumu leyti sjálfsprottin, en það hefur líka verið bent á að auðvaldsöfl hafi á henni velþóknun.

Teboðshreyfingin er á móti sköttu, hún er á móti almannatryggingum og sjúkratryggingum, hún aðhyllist almenna byssueign og er á móti fóstureyðingum. Milli teboðshreyfingarinnar og ofsatrúarhópa eru gagnvegir.

Styrmir telur að teboðs sé helst að vænta hér á landi hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og VG – ef þessir flokkar fara að verða veikir fyrir ESB aðildinni.

Hann vísar meðal annars til málefnaþings hjá VG um daginn en þar var birt áskorun frá flokksfélögum þar sem var hvatt til að aðildarviðræðum við ESB yrði slitið.

Í þessum hópi voru Hjörleifur Guttormsson, Árni Bergmann, Hjalti Kristgeirsson. Árni Björnsson, Helgi Seljan, Loftur Guttormsson, Ragnar Stefánsson, Kjartan Ólafsson, Ragnar Arnalds, Margrét Guðnadóttir, Ólafur Þ. Jónsson – allt gamalt baráttufólk úr hreyfingu sósíalista og varla neitt teboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“