fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Staðnað?

Egill Helgason
Föstudaginn 29. október 2010 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið bratt þegar forstjóri olíufélags segir að bókabransinn á Íslandi sé „staðnaður“.

Nú er ljóst að Ísland er land þar sem er gefið út óvenju mikið af bókum – eiginlega fáránlega mikið miðað við stærð landsins. Og ekki græða allir á bókaútgáfunni sem leggja hana fyrir sig, enda engin von til þess á svona litlum markaði.

En miðað við fólksfjöldann seljast bækur hér í risaupplögum. Bækur Arnalds fara hæglega í tuttugu þúsund eintökum.  Útgáfan fyrir jól er mjög lífleg og nú má segja að sé komin önnur bókavertíð á vorin. Kiljur eru gefnar út allt árið.

Bókaverslanir eru víða – í miðborg Reykjavíkur eru fjórar bókabúðir sem eru opnar fram á kvöld.

Fyrir jólin eru bækur svo líka seldar í Bónus og öðrum stórmörkuðum, þannig má að sumu leyti segja að þær fleyti rjómann af – og að þetta sé pínu óréttlátt gagnvart þeim sem selja bækur allt árið í kring.

En að þetta sé eitthvað „staðnaðra“ en verslun með bensín – og sjoppureksturinn sem tíðkast í kringum hana – ja, það held ég bara ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“