fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Blöðin í morgun

Egill Helgason
Föstudaginn 29. október 2010 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur þungur blaðapakki hér inn um lúguna á þessum föstudegi og ýmislegt bitastætt í blöðunum.

Heiðar Már Guðjónsson segir á forsíðu Fréttatímans að hann sé með áhugasama aðila sem séu tilbúnir að fara í samstarf við Landsvirkjun um að leggja sæstreng til Evrópu – þetta sé verkefni upp á 450 milljarða króna.

Inni í blaðinu er viðtal við Heiðar og þar segir hann að eins sé hægt að nota sígarettur sem gjaldmiðil á Íslandi og krónununa.

Hannes Pétursson skáld er líka í viðtali í blaðinu – það er ekki oft að maður sér hann í fjölmiðlum – og segir að þverpólitíkin gegn ESB sé rekin af hægrisinnuðum og vinstri sinnuðum gaddhestum úr kalda stríðinu. Það er rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sem tekur viðtalið.

Í Fréttablaðinu les maður um fulla laganema á Þingvöllum sem hafa verið áminntir fyrir hegðun sína, en DV segir frá því að bækur Jónínu Ben og Björgvins G. Sigurðssonar verði eingöngu seldar á bensínstöðvum N1.

En hvað með þá sem fylla á tankinn hjá Olís og Skeljungi  – fá þeir ekkert að lesa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“