Yoko var á Íslandi að halda upp á sjötíu ára afmælisdag Lennons, og svo var hún nokkrum dögum síðar í London, í næstu götu við mig, að afhjúpa þennan skjöld á Montague Square númer 34. Fleiri poppstjörnur bjuggu reyndar í þessu húsi, Ringo Starr og Jimi Hendrix, en Lennon bjó þarna þegar Bítlarnir voru að gera Hvíta albúmið. Frægt var að lögreglan rannsakaði staðinn og fann merki um hassneyslu. Það mun reyndar hafa verið Ringo sem leigði íbúðina. En þessi minningarskjöldur var semsagt settur upp á laugardag á þessu fallega og gróðursæla torgi í Marylebone.