fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinsson: Fyrning krafna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. október 2010 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar pistil í Fréttablaðið og hvetur ríkisstjórnina til að stíga skrefið til fulls varðandi breytingar á gjaldþrotalögum.

Jón segir meðal annars:

„Það er einkennilegt að vinstristjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sem meira að segja hægrisinnuðustu ríkisstjórnir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut. Íhaldssemi finnst víðar á Íslandi en í Sjálfstæðisflokknum.

Auðvitað er það rétt sem íhaldsmennirnir segja að fyrning krafna við gjaldþrot mun hækka vexti lána þar sem áhætta lánveitenda eykst. Það eru tvær hliðar á öllum peningum. En fyrning krafna hefur einnig kosti. Við núverandi aðstæður er mikilvægasti kosturinn að hún heggur á það að fólk í vonlausri stöðu missi móðinn þegar bankinn vill ekki semja um niðurfærslu skulda. (Bankar eiga erfitt með að semja um slíkt við suma þar sem þá vilja allir hinir fá það sama.)

Við venjulegar aðstæður leiðir fyrning krafna til þess að áhættusækni þeirra sem skulda eykst. Íhaldsmenn líta slíkt neikvæðum augum þar sem þeim finnst ótækt að stjórnvöld ýti undir óráðsíu. En áhættusæknir frumkvöðlar eru oft þeir sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Með fyrningu krafna við gjaldþrot væru stjórnvöld því að ýta undir frumkvöðlastarfsemi.

Ákvæði um að unnt sé að rifta fyrningu krafna síðar grefur verulega undan kostum fyrningarinnar. Hvati þeirra sem nýta sér þennan kost til þess að standa sig vel í framtíðinni veikist þar sem velgengni í framtíð gæti kallað á upprisu gamalla skulda frá dauðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“