Maður vill vera öruggur í flugvél. Kannski af því þetta er dálítið ankanalegur ferðamáti. Og þess vegna kvartar maður ekki þótt ítrustu varúðar sé gætt.
Yfirmaður hjá British Airways segir að öryggisreglur á flugvöllum séu of strangar. Til dæmis sé ástæðulaust að láta fólk fara úr skónum og taka fartölvur upp úr töskum.
Maður lætur sig samt hafa þetta.
En vitlausustu öryggisráðstafanir í heimi hjóta þó að vera á Keflavíkurflugvelli þegar gerð er vopnaleit á farþegum sem eru að koma heim!