fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Andlit símaskrárinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. október 2010 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er dálítið fyndin umræðan um símaskrána.

Nafni minn, Egill sem kallar sig Gilzenegger, hefur verið fenginn til að vera eins konar andlit símaskrárinnar.

Sjálfur hef ég ekki séð símaskrá í mörg ár. Er þó í starfi þar sem ég þarf mikið að hringja. Ég held að mörg börn og unglingar viti varla hvað símaskrá er.

Markhópur Egils Gilz eru börn og unglingar. Hann var í nokkuð vel heppnuðum sjónvarpsþáttum sem nefnast Ameríski draumurinn. Áhorfendahópurinn var mjög ungur – sonur minn og vinir hans máttu ekki missa af þætti.

En markhópur símaskrárinnar er mun eldri. Ég myndi halda að hann sé yfir fimmtugu – ef ekki ennþá eldri.

Mér er reyndar bent á annan hóp fólks sem líklega notar símaskrána – það eru sölumenn.

En í ljósi þessa, væri ekki einhver gamall og huggulegur skemmtikraftur heppilegra andlit símaskrárinnar, kannski Ragnar Bjarnason eða Ómar Ragnarsson?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“