Ég var að horfa á fréttaskýringu um landrán Ísraela í 60 Minutes í gærkvöldi
Þar var ungur Ísraelsmaður, fornleifafræðingur – eða réttar sagt, maður sem notar fornleifafræði sem pólitískt vopn – sem talaði um að koma aftur heim til sín eftir þrjú þúsund ár.
Hann grefur í rústum og finnur 3000 ára gömul heimkynni, meintar minjar eftir Davíð konung sem er afskaplega lítið vitað um, fyrir utan texta í Biblíunni sem seint verður talin traust söguleg heimild.
Hvar vorum við fyrir 3000 árum, ég og þú lesandi. Gerum við okkur einhverja grein fyrir því? Hvar voru genin okkar á þeim tíma?
Getum við átt tilkall til einhvers vegna þess að einhverri skruddu segir að meintir forfeður okkar – því það er óhugsandi að rekja ættir svo langt aftur í tímann – hafi verið eitthvað að bardúsa þar?
Er þetta ekki annað hvort yfirgangur – eða vitfirring?