Maður er er orðinn svo vanur hálfvelgju frá kirkjunni að maður hrekkur í kút þegar maður sér biskup verja stöðu hennar með kjafti og klóm.
Það eru býsna kröftugt að segja að minnkandi aðkoma klerka að skólakerfinu muni stuðla að „fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð“, eins og Karl orðar það.
Þarna er trúarleiðtoginn beinlínis að halda því fram að börn geti ekki verið án kristinnar trúar – annars séu þau í hættu stödd.
Dálítið annar tónn en þegar öll trú og trúleysi er lagt að jöfnu –nánast eins og herhvöt til kirkjunnar manna.
En hætt við að það geri ýmsa aðra mjög reiða.