fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Flottur fundur

Egill Helgason
Mánudaginn 25. október 2010 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég bý niðri í bæ og útifundir eru nánast eins og í hlaðvarpanum hjá mér.

Einn sá fjölmennasti sem ég hef séð lengi var á Arnarhóli núna áðan. Ég gekk út í slagviðrinu og hlustaði á söng og ræður.

Það ríkti góður andi á fundinum, enda baráttumálin svo sjálfsögð að á eiginlega ekki að þurfa að ræða það: Gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir launajafnrétti milli kynjanna.

Ég var unglingur þegar kvennaverkfallið var 1975. Ég var í tíma í þriðja bekk í MR, gekk út og við blasti ótrúlegur mannfjöldi á Lækjartorgi. Eftir á að hyggja er þetta einn af stórum viðburðum sem ég hef verið viðstaddur. Þá var ekki endilega um það að ræða að konur fengju frí – margar gengu einfaldlega bara út til að fara niður í bæ.

Ræða Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur er ógleymanleg, hún talaði beint inn í hjarta þeirra sem hlýddu. Þessi baráttukona varð þjóðhetja á samri stund.

Á fundinum núna áðan var sérstaklega klappað fyrir leikskólakennurum. Það fannst mér gott. Ég hef aldrei skilið af hverju leikskólakennarar sem passa börn – það dýrmætasta í heiminum – hafa svo miklu lakari laun en þeir sem passa til dæmis peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“