Á það hefu verið bent að þrátt fyir mikla umræðu hafi verið erfitt að finna bókun mannréttindaráðs Reykjavíkur um trúfræðslu (og trúfrelsi) í skólum. Svona lítur bókunin út – og þá geta menn velt fyrir sér hvort hún gefur tilefni til allra stóru orðanna sem um málið hafa fallið.
— — —
„Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að ýmsum rétindamálum á vegum Reykjavíkurborgar. Réttindum innflytjenda hefur verið sinnt af alúð meðal annars í samstarfi við félagasamtök. Verulegur árangur hefur náðst á sviði kynjajafnréttis og réttindi samkynhneiðgra hafa færst til hins betra með aukinni fræðslu. Þess hefur jafnframt verið gætt í starfi borgarinnar að fólki sé ekki mismunað vegna efnahagsstöðu, stjórnmálaskoðana eða fötlunar.
Mannréttindaráð Reykjavíkur telur að beina þurfi sjónum að einum málaflokki til viðbótar, en það er málaflokkur trúa- og lífsskoðana. Fjölmörg kvörtunarbréf forledra í leik- og grunnskólum eru vegna slíkra mála og margar kvartanir hafa borist Mannréttindarskrifstofunni. Einnig hafa starfsmenn þessara stofnana óskað eftir skýrum leiðbeiningum borgarinnar. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að sjá til þess að réttur allra sé tryggður.
Árið 2007 sendu Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkur frá sér skýrslu um samstarf kirkju og skóla. Starfshópurinn sem vann skýrsluna setti fram ákveðnar niðurstöður. Þrátt fyrir að þær hafi legið fyrir í nokkur ár er enn verulegur ágreiningur um þetta mál sem fer vaxandi ár frá ári. Mannréttindaráð Reykjavíkur vill því beina eftirfarandi atriðum til sviða og stofnana borgarinar:
Til grundvallar þessum ákvörðunum er sá vilji Reykjavíkurborgar að tryggja rétt foreldra til að ala börn sín í þeirri trúar- og lífsskoðun sem þeir kjósa og tryggja þar með trúfrelsi þeirra. Foreldrar eiga að geta treyst því að börn þeirra verði ekki fyrir trúarlegri innrætingu í starfssemi borgarinnar. Með því vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar samkvæmt mannréttindastefnu hennar og mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirgengist.“