fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Heilræði Pollans

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. október 2010 23:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Pollan, höfundur bókarinnar Food Rules sem nú er til á íslensku undir heitinu Mataræði, setur fram margar umhugsunarverðar reglur um mat í bókinni. Til dæmis:

Ekki kaupa mat þar sem þið fyllið bílinn.

Varið ykkur á mat sem er auglýstur í sjónvarpinu.

Haldið ykkur á útjöðrum stórmarkaða, varist það sem er í miðjunni.

Þessu tengt:

Borðið mat sem rotnar (hann er á útjöðrum stórmarkaðanna).

Borðið máltíðir.

Borgið meira fyrir matinn en borðið minna.

Borðið mat, ekki of mikinn, aðallega plöntur.

Ekki borða neitt sem amma ykkar hefði ekki kannast við að sé matur.

Í bókinni er Pollan að setja fram á einfaldan hátt hluti sem hann hefur skrifað um í fyrri bókum sínum, The Omnivore´s Dilemma og In Defense of Food. Hann kom einnig fram í hinni áhrifamiklu heimildarmynd Food Inc. Pollan, sem er prófessor í blaðamennsku í Berkley, var fyrr á þessu ári valinn einn af 100 áhrifamestu mönnum í heimi af Time Magazine.

Pollan var gestur í Silfri Egils 17. október eins og sjá má hérna, en hingað til lands kom hann til að taka við verðlaunum úr Lennon/Ono friðarsjóðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“