fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Myndir á sýningu

Egill Helgason
Laugardaginn 23. október 2010 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur fannst mér ég þurfa að komast yfir að heyra allt, lesa allt og sjá allt. Svo skilur maður að það er ekki hægt. Bókahillur heimsins eru of stórar, söfnin of tröllaukin. Ég gekk um sali erlendra safna og fannst ég þurfa að skoða hverja einustu mynd.

Nú skil ég að þetta er ekki hægt. Ég fer inn á söfn og skoða bara eina og eina mynd. Það er mannbætandi, í því er viss slökun, maður verður kannski einhvers vísar. Stundum kemst maður jafnvel í tæri við alvöru snilligáfu, eins og í tilfelli Van Goghs. Ég horfi á myndirnar hans og finnst það alltaf jafn mikil ráðgáta hvaðan listsköpun hans er komin, hvaðan hún er þessi birta.

Ég fór í National Gallery í London í gær. Hef ekki komið þangað síðan ég var átján ára og skoðaði allar myndirnar. Nú voru það aðallega tvær sem ég staldraði við. Önnur er eftir Van Gogh. Hveitiakur með sýpressum við St. Rémy í Frakklandi:

d9a0d9b0a0316fba4b24f242d0fe_grande

Hin er eftir Þjóðverjann Caspar Friedrich David, full af dulúð, vegmóður flækingur hallar sér upp við stein í vetrarlandslagi, en að baki gnæfa turnar gotneskrar dómkirkju og í trjárjóðri stendur kross. Dásamlega rómantískt.

WinterLandscape-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“