fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Stóreflis leki

Egill Helgason
Föstudaginn 22. október 2010 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má skjölin sem WikiLeaks vefurinn er að birta var mannfall í styrjöldinni í Írak mun meira en haldið hefur verið fram, sérstaklega meðal óbreyttra borgara. Stríðið sem var byggt á lygum – og átti að enda með almennum fögnuði þegar Bandaríkjamenn og Bretar hæfu innreið sína í Bagdad – reyndist vera býsna blóðugt.

Í skjölunum kemur fram að að 109.032 manns hafi látist í stríðinu, þar af rúmlega 66 þúsund borgarar, tæplega 24 þúsund svotaldir óvinir Bandaríkjahers, 15 þúsund íraskir hermenn og 3.772 hermenn úr liði bandamanna svonefndra.

Það er varla hægt að hugsa sér verra brot hjá stjórnmálamanni en að beita lygum til að stofna til styrjaldar. Skömm þeirra sem stóðu að stríðnu er mikil – og það er ekki réttlæting fyrir ósannindunum að Saddam Hussein hafi verið ógeðslegur harðstjóri.

Um lekann á WikiLeaks er fjallað í fjölmiðlum um allan heim í kvöld. WikiLeaks verður svo með blaðamannafund á morgun. Þess má geta að íslenskur fréttamaður, Kristinn Hrafnsson, hefur starfað ásamt WikiLeaks að birtingu skjalanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“