fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Chelsea hótelið til sölu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. október 2010 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að Chelsea hótelið í New York sé til sölu. Ef einhver vill kaupa hús fullt af minningum, þá er þarna tækifæri.

Ég skoðaði hótelið fyrir nokkrum árum, hafði alltaf ímyndað mér að það væri lítið og niðurnítt, en þetta er stóreflis bygging í Greenwich Village – jú, að vísu með viðeigandi yfirbragð stoltrar hnignunar.

Listinn yfir frægt fólk sem þarna hefur dvalið er langur, og yfirleitt eru það ekki einhverjir fínimenn, heldur uppreisnarseggir og fólk sem var á skjön við samfélagið.

Þarna voru bítnikkarnir Kerouac, Ginsberg, Burroughs og Corso, Áður voru þarna Eugene O´Neil og Thomas Wolfe, og svo Dylan Thomas sem gisti á hótelinu þegar hann drakk sig til dauða árið 1953.

Og svo kom poppið og rokkið og allt það. Bob Dylan er sagður hafa samið lög á Blonde on Blonde plötunni í einu herberginu, en Leonard Cphen samdi þennan söng um það þegar hann og Janis Joplin hittust á Chelsea hótelinu.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=pGfgMYfdBFc]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“