Fyrr á þessu ári kom upp vandræðaleegt mál í háskólasamféleginu í Bretlandi. Orlando Figes, sem er sagnfræðingur og höfundur bóka um sögu Rússlands, réðst undir dulnefni á keppinauta sína sem eins og hann fjölluðu um sögu Rússlands.
Það endaði með því að hann baðst afsökunar, borgaði skaðabætur og fór í meðferð.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar óhróður um samkennara sína og annað fók undir tveimur dulnefnum: AMX fuglahvísl og Skafti Harðarson. Þetta er allt á sömu bókina lært,í hugarheimi prófessorsins eru allir leigupennar.
Hannes hefur þegar fengið viðvörun frá Háskóla Íslands vegna ritstuldar. Hann var dæmdur fyrir ritstuld í Hæstarétti, háskólarektor hafði ekki kjark til að reka hann frá skólanum, sem auðvitað hefði átt að gerast. Það var í raun fáheyrt að hann skyldi halda stöðu sinni.
Það er oft kvartað um skort á reglufestu á Íslandi. Hvað um prófessor við Háskóla Íslands – og það er þrátt fyrir allt virðingarembætti – sem skrifar níð um samkennara sína og annað fólk undir dulnefni?
Háskólaprófessor sem er með svo ruglaðar skoðanir að hann þorir ekki að kvitta undir þær með eigin nafni – hvaða fyrirbæri er það eiginlega?