Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um Njálu, Sofie Oksanen, Dante og Jökulsárlón.
Við förum að Jökulsárlóni og hittum Þorvarð Árnason sem hefur tekið saman bók um hvernig lónið lítur út á ýmsum árstíðum.
Arthúr Björgvin Bollasons segir frá bók sem hann hefur tekið saman þar sem siðferðisleg álitamál eru skoðuð í ljósi Njálssögu.
Illugi Jökulsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir fjalla um þýðingu Erlings E. Halldórssonar á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante og skáldsöguna Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Sú bók hlaut verðlaun Norðurlandaráðs á þessu ári og fer mikla sigurför um heiminn.
Þess ber að geta að Illugi er kominn í framboð til stjórnlagaþings, Þetta verður því síðasti þátturinn sem hann kemur fram í fyrir kosningarnar sem fara fram 27. nóvember.
Ein af hinum frægu myndum Gustaves Doré sem hann gerði við La divina comedia eftir Dante. Myndirnar eru prentaðar í íslensku útgáfunni.