Það er talað um Axe-Wednesday í bresku blöðunum (sbr. Ash-Wendnesday).
Niðurskurðurinn sem George Osborne fjármálaráðherra boðar í fjárlagafrumvarpi sínu er með eindæmum rótttækur.
Það á að spara 80 milljarða punda. Eftirlaunaaldur verður hækkaður í 66 ár, örorkubætur verða tímabundnar, talið er að 500 þúsund manns missi vinnuna vegna niðurskurðarins á næstu árum.
Það er deilt um hvernig þetta muni virka. Sumir hagfræðingar segja að svo mikill niðurskurður muni verða dragbítur á hagkerfinu. En breska ríkið er í botnlausum skuldum. Það vakti nokkra gleði i dag þegar Osborne tilkynnti að lagður yrði nýr skattur á banka.
Íslendingar eru semsagt ekki einir á báti í þessu. Vefur BBC birtir yfirlit um niðurskurð í nokkrum Evrópulöndum. Ágætt að hafa það til hliðsjónar við það sem er að gerast á Íslandi.