fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Um stjórnlagaþingið

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. október 2010 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að Sigurður Líndal og Hannes séu á móti stjórnlagaþingi er eiginlega meðmæli með því.

Sigurður er eitt mesta erkiíhald sem um getur – og ágætur sem slíkur –  og Hannes var innundir hjá ráðandi öflum á Íslandi í langan tíma. Veit varla sitt rjúkandi ráð eftir að þau fóru frá.

Staðreyndin er sú að hér sat nefnd eftir nefnd og reyndi að breyta stjónarskránni. Það tókst ekki vegna þessa að flokkapólitíkin þvældist alltaf fyrir. Í þessum nefndum voru menn eins og Gunnar Thoroddsen, Gunnar G. Schram, Jón Kristjánsson og Þorsteinn Pálsson. Alltaf skiluðu þær auðu að lokum.

Hinn mikli fjöldi frambjóðanda á stjórnlagaþing ber vott um mikinn stjórnmálaáhuga – og löngun eftir því að breyta stjórnmálunum úr því fari sem þau eru í. Menn skyldu ekki gera lítið úr því.

Og menns skyldu líka umgangast þessar kosningar með hæversku. Frambjóðendur hafa rétt á að kynna sig, en við skulum varast þá sem nota mikla peninga og líka þá sem eru augljóslega gerðir út af hagsmunaöflum.

Það verður auðvitað dálítið mál að velja úr fimm hundruð frambjóðendum og kannski er það góð hugmynd hjá Hirti Hjartarsyni að fresta kosningunum fram í janúar þannig að frambjóðendur hafi meiri tíma til að kynna sig og áherslumál sín.

Sjö þingmenn leggja til að um leið og stjórnlagaþingskosningarnar fari fram verði kosið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er skrítin uppákoma – og verður varla skilin öðruvísi en sem viss óvirðing við stjórnlagaþingið – tilraun til að láta það snúast um ESB eða ekki ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“