Ég hef alla tíð notað Apple tölvur allt frá því ég byrjaði fyrst að nota tölvu fyrir hartnær aldarfjórðungi. Og það má segja að ég hafi verið ánægður notandi – ég þurfti að nota pc-tölvu í smátíma fyrir svona tíu árum og fannst það ómögulegt. Stýrikerfið var bæði flóknara og leiðinlegra og svo var tækið alltaf að fyllast af vírusum og óþverra.
Lengi vel leið manni eins og maður tilheyrði sérstökum klúbbi – það voru ekki ýkja margir sem notuðu Apple. Fólk sem var með Apple fartölvur á kaffihúsum kinnkaði kolli hvert til annars.
En nú les maður að Apple sé orðið stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta er alveg hætt að vera exklúsíft. Tölvurnar eru reyndar alveg jafn góðar og áður og svo hafa þeir komið með snilldarpródúkt eins og iPhone og iPad (ég á reyndar hvorugt), En sama samt.