fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Trú, í eða utan skólatíma

Egill Helgason
Mánudaginn 18. október 2010 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er kominn af kristinni fjölskyldu og ég hef þekkt margt gott fólk sem starfar í kristnum söfnuðum. Þess vegna sárnar mér stundum þegar er talað af óvirðingu um fólk sem trúir. Sú umræða er oft mjög óréttlát.

En ég get ekki séð að það sé neinn stórkostlegur missir þótt sálmasöngur verði gerður útlægur úr grunnskólum og prestar haldi sig fjarri.

Fólk sem er trúað eða hefur áhuga á trú getur eftir sem áður sinnt trúmálum – utan skólatíma. Það getur farið með börn sín í kirkju eða sunnudagaskóla – nú eða á samkomu hjá Ásatrúarfélaginu eða Vantrú  ef svo ber undir.

Jólaföndur í skólum er ekki vandamál. Það verður klippt og límt eftir sem áður. Og ég geri ekki ráð fyrir að neinum verði bannað að gera mynd af Jesúbarninu – en þá er þess reyndar að geta að jólasveinar eru miklu vinsælli.

Ég hef áður sett fram þá skoðun að það væri líklega best fyrir alla að skilið verði á milli kirkju og ríkis. Kirkjan hefði gott af því að standa á eigin fótum. Þetta þyrfti ekki einu sinni að skaða hana – á það hefur verið bent að óvíða í kristnum heimi sé trúarhiti meiri en í Bandaríkjunum þar sem er engin þjóðkirkja.

Áfram hlýtur að fara fram í skólum kennsla í trúarbrögðum og kristnum arfi þjóðarinnar. Saga okkar er óskiljanleg án fróðleiks um hann. Menntað fólk þarf líka að kunna skil á helstu biblíusögum og tilvitnunum, því í þetta er sífellt vitnað í vestrænni menningu. Það er reyndar þversögn að yfirlýstir trúleysingjar eru oft mjög biblíufróðir. Þetta hljótum við að læra, rétt eins og við lærum um hinn gríska menningararf sem er önnur undirstaða vestrænnar menningar.

Bragi Kristjónsson benti á það í þætti hjá mér um daginn að staða prestanna hefði breyst við fræðslulögin 1907. Fram að því var uppfræðsla æskunnar að miklu leyti í þeirra höndum – Bragi sló þessu upp í grín og sagði að þá hefði klerkastéttinn misst tökin á þjóðinni. Í því var samt talsverður broddur. Hlutverk kirkjunnar sem viðhengis við ríkið er vandræðalegt á tíma þegar trúfrelsi þykir sjálfsagt – kirkjan yrði frjálsari án ríkisins  bæði í boðun sinni og starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“