fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Fólk af holdi og blóði

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. október 2010 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil umræða um fjölmenningarsamfélög, ekki síst í Þýskalandi. Hagfræðingurinn og kynþáttahatarinn Thilo Sarrazin komst meira að segja á forsíðu Der Spiegel um daginn. Og nú talar Angela Merkel um að fjölmenningin hafi ekki gengið upp.

Þegar er talað um fjölmenningarsamfélög er átt við samfélög þar sem fólk af mörgum kynþáttum býr saman.

Svona samfélög eru til víða um heim og gengur sums staðar ágætlega. Bandaríkin eru slíkt fjölþjóðasamfélag og Brasilía. Sumar borgir eru líka fjölþjóðlegri en aðrar, líkt og New York og London. Þar er algjör hrærigrautur fólks af ólíkum uppruna, og það er einmitt það sem gerir þessar borgir skemmtilegar.

Evrópa á engan annan kost en að horfast í augu við orðinn hlut. Í Evrópulöndum býr mikill fjöldi fólks sem er upprunninn í öðrum heimsálfum, fólk sem kom úr gömlum nýlendum eins og í Bretlandi og Frakklandi – þar er fjölþjóðasamfélagið bein afleiðing nýlendustefnunnar – og fólk sem hefur komið til að vinna. Þetta fólk er ekki á leiðinni burt, og engum nema örgustu rasistum dettur í hug að reka það burt. Brottrekstur af því tagi mundi þýða hrun siðmenningar okkar.

Það þótti nógu gott meðan næga vinnu var að hafa – eða eins og rithöfundurinn Max Frisch sagði: „Við þurftum vinnuafl, en við fengum fólk af holdi og blóði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða