Eva Joly verður í ítarlegu viðtali í Silfri Egils í dag. Þar ræðum við gang rannsóknarinnar á bankahruninu, stöðu embættis sérstaks saksóknara, Magmamálið, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og forsetaframboð hennar í Frakklandi.
Í þættinum verður líka rætt við Michael Pollan, stórmerkilegan baráttumann sem hefur skrifað frábærar bækur um mat, matvælaframleiðslu, mataræði og matarmenningu, þær hafa náð metsölu og einnig er hann ein aðalpersónan í heimildamyndinni Food Inc. Pollan fékk um daginn friðarverðlaunin sem kennd eru við Lennon/Ono en einnig er bók hans Food Rules komin út á íslensku.
Einnig kemur í þáttinn Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent. Hann heldur utan um alþjóðlegar samanburðarmælingar á gildismati sem Íslendingar taka þátt í. Nýjustu niðurstöðurnar hvað varðar Ísland eru vægast sagt sláandi.
Hér er kynningarmyndband fyrir Food Inc. Þar má sjá Micael Pollan og ýmsum málum sem hann fjallar um.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=5eKYyD14d_0]