Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, virðist vera meiriháttar töffari. Hún vinnur ásamt alþjóðlegu fyrirtæki sem nefnist Kroll af því að reyna að endurheimta verðmæti sem voru tekin úr bankanum af eigendum hans og stjórnendum.
Það er kvartað undan harðri framgöngu Steinunnar – en fyrir okkur sem þurfum að súpa seyðið af bankahruninu er þetta traustvekjandi.
Væri gaman að heyra að svo rösklega væri gengið til verks bæði í rústunum af Kaupþingi og Landsbankanum. En því virðist ekki vera að heilsa.