fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Turninn á Lækjartorgi og sjoppumenningin

Egill Helgason
Föstudaginn 15. október 2010 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það segir að til standi að leigja út turnsjoppuna gömlu sem nú er komin á Lækjartorg eftir langt ferðalag.

En í raun blasir við hvað væri best að gera þarna.

Hafa þetta sem miðstöð fyrir sölu miða í leikhús, tónleika, óperu og á sýningar.

Líkt og tíðkast víða erlendis.

Þetta gæti bæði verið þægilegt fyrir borgarbúa – og hugsanlega gæti þetta trekkt fleiri ferðamenn að menningarviðburðum í borginni.

Svo má geta þess að turninn var teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni, var reistur árið 1907 fyrir konungskomuna. Hann stóð á Lækjartorgi í tíu ár, var svo fluttur neðst á Arnarhól þar sem hann stóð lengst af, allt til 1972.

Þá var hann fluttur á Árbæjarsafn – þá var stefnan að rífa öll gömul hús, leyfa þeim að brenna eða flytja þau í Árbæ – en nokkrum árum síðar var hann endurbyggður og fluttur niður í bæ aftur. Stóð lengst af nálægt Miðbæjarskólanum, en svo var það eitt af kosningaloforðum Besta flokksins að flytja hann aftur á Lækjartorg.

Turninn var kallaður „Söluturn“ og fljótt skapaðist sú hefð að kalla sjoppur „söluturna“ þótt þær væru alls ekki í turnlíki. Líklega var þetta þýðing á orðinu „kiosk“ sem er nafn á tegund bygginga sem tíðkuðust í ríki Ottómana. Kiosk varð svo alþjóðlegt orð yfir litlar sölubúðir – en dæmi eru um íslensku þýðinguna „kjóskur“.

Orðið sjoppa var þó frekar notað í alþýðumáli, en það var einfaldlega dregið af enska orðinu „shop“. Sjoppur breiddust mjög út á stríðsárunum og stóð blómatími þeirra fram yfir 1980. Þá breyttust margar sjoppur í vídeóleigur. Nú hafa sjoppur sem voru á hverju horni tínt tölunni og eru bensínstöðvar orðnar nokkurs konar sjoppur í staðinn.

Á sínum tíma var mikið kvartað undan sjoppumenningu og sjoppuhangsi. Kvað svo rammt að þessu að um tíma, í kringum 1970, var í gildi reglugerð sem bannaði sjoppueigendum að selja vörur sínar nema í gegnum lúgu. Þetta var gert til að stemma stigu við sjoppuhangsi barna og fullorðinna – þá var eiginlega búið að binda svo um hnútana að fólk gat hvergi komið saman í bænum nema á skipulögðum samkomum (t.d. á fundum stjórnmálaflokka, átthagafélaga, skátanna eða kóræfingum), því engar voru krárnar í þá daga.

Um þetta allt mátti fræðast í sjónvarpsþætti sem ég gerði árið 1989 og fjallaði um sjoppumenningu. Sá þáttur mun nú vera glataður – a.m.k. finnst hann ekki í safni RÚV.

En hugmyndinni hér að ofan er semsagt komið á framfæri:  Notum turninn sem leikhús- og tónleikamiðasölu.

c3bejv-003-015-5-3

Söluturninn fékk að vera á Lækjartorgi um tíma á áttunda áratugnum. Takið eftir að bygging Seðlabankans er ekki enn risin. Eftir á að hyggja er ekki víst að hún hafi verið til bóta. Hún er eiginlega ferlega ljót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða