Á Huffington Post, sem er ein víðlestnasta bloggsíða í heimi, má lesa úrdrátt úr grein eftir Robert Wade og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur sem birtist í New Left Review. Robert er prófessor við London School of Economics, og einn af þeim fyrstu sem vöruðu við hruni íslenska hagkerfisins, en Sigurbjörg er með doktorspróf frá sama skóla.
Í greininni er hrunið á Íslandi túlkað með hliðsjón af kenningum Janine Wedel um skuggaelítur sem grafi undan lýðræðinu og stjórnkerfinu.