fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Fjársvik Ottos Spork

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. október 2010 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenný Stefanía Jensdóttir í Kanada sendi þennan pistil:

— — —

Sæll Egill,

Nú stunda ég nám í „fraudsterum“, sem er auðvitað spennandi nám, en mikið væri gaman að kunna „hraðlestur“.

Er búin að fylgjast svoldið með þessum Otto Spork, sem dúkkar alltaf upp á dekk annað veifið og nú síðast á Eyjunni í tengslum við vanefndir og draugavatnsverksmiðju í Snæfellsbæ.

Veit ekki hvort fólk geri sér almennt grein fyrir í hverju ákærur á hendur þessum manni felast, en hér í dagblöðum er hann alltaf sagður búsettur á Íslandi.

Lausþýddi með einkaáherslum smá kafla úr ákærum á hendur honum, sem varpa smá ljósi á málið.
Þér er frjálst að birta þetta á vefnum þínum.

Otto  Spark ákæra lögð fram af verðbréfaeftirliti Ontario fylkis í Kanada gegn  Sextant Capital Management Inc,m Sextant Capital GP INC,  Otto Spork,  Konstantinos Ekonomidis, Robert Levack og Natalie Spork ,  1. Apríl 2010.

Ákærur

Otto Spork og SCMI og Sextant GP hafi stundað sviksamlega fjárfestingasjóðastarfsemi á tímabilinu July 2007- December 2008 á þrjá vegu; a)  selt verðbréf á fölsku uppblásnu verði,  b) tekið milljónir dollara í þóknun fyrir sölu á þessum fölsku upplásnu bréfum; og  c) dregið  til sín fé úr fjárfestingasjóðum.
Þrír fjárfestingasjóðir allir kenndir við „Sextant“
Svikin áttu sér stað í gegnum þrjá fjárfestingasjóði sem stýrðir voru frá Toronto „Sextant Canadian Fund“, „Sextant Hybrid Fund“ stofnuðum á Cayman Island og „Sextant Water  Fund“  einnig stofnuðum á Caymen Island.    Þessir þrír sjóðir til samans, náðu að laða til sín rúmum $ 80 milljónum dollara frá kanadískum og erlendum fjárfestum, í góðri trú
Otto Spork, fjárfesti  umtalsverðri   fjárhæð úr þessum sjóðum í félags sem hann sjálfur stjórnaði;  Iceland Glacier Products S.A. (IGP)   Verð á hlut í IGP var blásið upp af Stork, enda þótt félagið væri ekki með neinn rekstur, né neinn sýnilegan hagnað.
Aðrir ákærendur; Konstantinos, Levack og N.Spork tóku virkan þátt í stjórnun Sextant Canadian Fund, og eru allir ákærðir fyrir brot á stjórnunar- og starfsskyldum gagnvart fjárfestum.

Bakgrunnur

Otto Spork stofnaði  fyrsta Sextant sjóðinn 2006.  Hlutir í Sextant Water og Sextant Hybrid voru boðnir til sölu í janúar 2007, til fjárfesta utan Kanada og Bandaríkjanna, í leynilegri einkasölu.   Þannig  náðu þessir tveir (kynþokkafullu) sjóðir  US$ 56 milljónum frá fjárfestum.  Öll sala og stjórnun fór þó fram frá Toronto.

Stjórnun stjóðanna

Otto Spork beitti háu flækjustigi í stjórnun og stýringu á þessum þremur sjóðum,  þar sem allir þræðir runnu í gegnum  Fjárstýringarfélag hans sjálfs í Toronto.    Aðrir stjórnendur;  mágur hans Konstantinos Ekonomidis, og dóttir Natalie Spork auk Robert Levack, sem ekki er þó  skilgreindur sem fjölskyldumeðlimur klansins, en eru öll ákærð líka.
Hlutabréfaverð í Iceland Glacier Products blásið upp
Umtalsverðri fjárhæð úr Sextant sjóðum var fjárfest í IGP, upphaflega með kaupum á bréfum í IGB í júlí 2007 samtals að fjárhæð  5,9 milljónir Evra
Iceland Glacier Products var stofnað í Luxembourg í júní 2007, stuttu eftir stofnun Sextant Water og Hybrid sjóðanna, og var stjórnað af Otto Spork.
Iceland Glacier Products hefur óbeinan rétt í jökul á Íslandi með það að markmiði að  stunda vatnsvinnslu til sölu.    Til þessa dags (1.apríl 2010) hefur engin þróun verið í starfsemi IGP, engin sala á vatni, né tekjur og enginn sýnilegur hagnaður.
Þrátt fyrir skort á öllum rekstrarlegum forsendum, gaf Otto Spork fyrirmæli um verðgildi  á hlut í IGP sem skiluðu sér í „loftbólu“ verðgildi á Sextand sjóðunum þremur.
Verð á hlut í IGP var á engan hátt réttlætanlegt.  Þrátt fyrir þá staðreynd að IGP var hvorki í rekstri, eða skilaði neinum tekjum, jók Otto Spork verðgildi IGP hlutabréfa í stað þess að verðleggja hlutinn á kostnaðarverði.  Þannig  blés Otto Spork  1,340% (Eittþúsundþrjúhundruðogfjörutíuprósent) hækkun á hlutabréfaverðið  frá  EUR 0,170 25.júlí 2007, í EUR 2,450 24.desember 2008,  alveg sjálfur.
Hlutabréf í  Iceland Glacier Product voru umtalsverður hlutur af Sextant sjóðseigninni, svo þessi hressilegi Otto blástur á verðgildi IGP  hafði samsvarandi áhrif á verðgildi  Sextant sjóðanna.
Sextant Canadian Fund  greiddi  samtals $ 6 milljónir fyrir hlutina í IGP á tímabilinu júlí 2007 – desember 2008, sem voru metnir á  $ 52 milljónir í desember 2008.  (hressilegur loftþrýstingur það)   Yfir sama tímabil greiddu Sextant Hybrid og Water u.þ.b. $ 17 milljónir fyrir hluti í IGP sem metnir voru á $ 106 milljónir í desember 2008. (svipaður loftþrýstingur).
Kaup Sextant í hlutabréfum IGP samtals $  23 milljónir sem blésu út í $ 158 milljónir án þess að nokkur rekstur, starfsemi, tekjur eða hagnaður væri í kortunum …….. á Snæfellsnesi.

Fjársvik

Fjársvik Otto Spork og Sextant sjóðana hans eru skilgreind í þremur liðum;
1.        Sala á hlutum í fjárfestingasjóði  á uppsprengdu verði með sviksamlegum hætti
2.       Þóknun í milljónum dollara í hlutfalli við uppsprengt sviksamlegt verð bréfanna
3.       Fjárdráttur úr sjóðum til sviksamlegra nota.

Fyrirtaka í þessu máli hefur margsinnis verið frestað að kröfu lögmanna Otto Spork, nú síðast fyrir 4 dögum.    Í fréttum les maður að vatnsverksmiðjan í Snæfellsbæ, liggi undir skemmdum  og  fjölmargir verktakar örugglega í vondum málum, vegna vanefnda títtnefnds Otto Spork.
Þeim sem er gjarnt á að skokka yfir atburði og sögu; gætu jafnvel lesið ákærusögu þessa tannlæknis, og fundið mikla samsvörun við hrunkvöðla Íslands.
Mikið rosalega þarf þó að bæta  almennri “tortryggni og rannsóknarleitni“ í drykkjuvatn þeirra sem fallið hafa á kné og kvið fyrir þessum tannlækni.

Kveðja, Jenný Stefanía

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“