Jenný Stefanía Jensdóttir í Kanada sendi þennan pistil:
— — —
Sæll Egill,
Nú stunda ég nám í „fraudsterum“, sem er auðvitað spennandi nám, en mikið væri gaman að kunna „hraðlestur“.
Er búin að fylgjast svoldið með þessum Otto Spork, sem dúkkar alltaf upp á dekk annað veifið og nú síðast á Eyjunni í tengslum við vanefndir og draugavatnsverksmiðju í Snæfellsbæ.
Veit ekki hvort fólk geri sér almennt grein fyrir í hverju ákærur á hendur þessum manni felast, en hér í dagblöðum er hann alltaf sagður búsettur á Íslandi.
Lausþýddi með einkaáherslum smá kafla úr ákærum á hendur honum, sem varpa smá ljósi á málið.
Þér er frjálst að birta þetta á vefnum þínum.
Otto Spark ákæra lögð fram af verðbréfaeftirliti Ontario fylkis í Kanada gegn Sextant Capital Management Inc,m Sextant Capital GP INC, Otto Spork, Konstantinos Ekonomidis, Robert Levack og Natalie Spork , 1. Apríl 2010.
Ákærur
Otto Spork og SCMI og Sextant GP hafi stundað sviksamlega fjárfestingasjóðastarfsemi á tímabilinu July 2007- December 2008 á þrjá vegu; a) selt verðbréf á fölsku uppblásnu verði, b) tekið milljónir dollara í þóknun fyrir sölu á þessum fölsku upplásnu bréfum; og c) dregið til sín fé úr fjárfestingasjóðum.
Þrír fjárfestingasjóðir allir kenndir við „Sextant“
Svikin áttu sér stað í gegnum þrjá fjárfestingasjóði sem stýrðir voru frá Toronto „Sextant Canadian Fund“, „Sextant Hybrid Fund“ stofnuðum á Cayman Island og „Sextant Water Fund“ einnig stofnuðum á Caymen Island. Þessir þrír sjóðir til samans, náðu að laða til sín rúmum $ 80 milljónum dollara frá kanadískum og erlendum fjárfestum, í góðri trú
Otto Spork, fjárfesti umtalsverðri fjárhæð úr þessum sjóðum í félags sem hann sjálfur stjórnaði; Iceland Glacier Products S.A. (IGP) Verð á hlut í IGP var blásið upp af Stork, enda þótt félagið væri ekki með neinn rekstur, né neinn sýnilegan hagnað.
Aðrir ákærendur; Konstantinos, Levack og N.Spork tóku virkan þátt í stjórnun Sextant Canadian Fund, og eru allir ákærðir fyrir brot á stjórnunar- og starfsskyldum gagnvart fjárfestum.
Bakgrunnur
Otto Spork stofnaði fyrsta Sextant sjóðinn 2006. Hlutir í Sextant Water og Sextant Hybrid voru boðnir til sölu í janúar 2007, til fjárfesta utan Kanada og Bandaríkjanna, í leynilegri einkasölu. Þannig náðu þessir tveir (kynþokkafullu) sjóðir US$ 56 milljónum frá fjárfestum. Öll sala og stjórnun fór þó fram frá Toronto.
Stjórnun stjóðanna
Otto Spork beitti háu flækjustigi í stjórnun og stýringu á þessum þremur sjóðum, þar sem allir þræðir runnu í gegnum Fjárstýringarfélag hans sjálfs í Toronto. Aðrir stjórnendur; mágur hans Konstantinos Ekonomidis, og dóttir Natalie Spork auk Robert Levack, sem ekki er þó skilgreindur sem fjölskyldumeðlimur klansins, en eru öll ákærð líka.
Hlutabréfaverð í Iceland Glacier Products blásið upp
Umtalsverðri fjárhæð úr Sextant sjóðum var fjárfest í IGP, upphaflega með kaupum á bréfum í IGB í júlí 2007 samtals að fjárhæð 5,9 milljónir Evra
Iceland Glacier Products var stofnað í Luxembourg í júní 2007, stuttu eftir stofnun Sextant Water og Hybrid sjóðanna, og var stjórnað af Otto Spork.
Iceland Glacier Products hefur óbeinan rétt í jökul á Íslandi með það að markmiði að stunda vatnsvinnslu til sölu. Til þessa dags (1.apríl 2010) hefur engin þróun verið í starfsemi IGP, engin sala á vatni, né tekjur og enginn sýnilegur hagnaður.
Þrátt fyrir skort á öllum rekstrarlegum forsendum, gaf Otto Spork fyrirmæli um verðgildi á hlut í IGP sem skiluðu sér í „loftbólu“ verðgildi á Sextand sjóðunum þremur.
Verð á hlut í IGP var á engan hátt réttlætanlegt. Þrátt fyrir þá staðreynd að IGP var hvorki í rekstri, eða skilaði neinum tekjum, jók Otto Spork verðgildi IGP hlutabréfa í stað þess að verðleggja hlutinn á kostnaðarverði. Þannig blés Otto Spork 1,340% (Eittþúsundþrjúhundruðogfjörutíuprósent) hækkun á hlutabréfaverðið frá EUR 0,170 25.júlí 2007, í EUR 2,450 24.desember 2008, alveg sjálfur.
Hlutabréf í Iceland Glacier Product voru umtalsverður hlutur af Sextant sjóðseigninni, svo þessi hressilegi Otto blástur á verðgildi IGP hafði samsvarandi áhrif á verðgildi Sextant sjóðanna.
Sextant Canadian Fund greiddi samtals $ 6 milljónir fyrir hlutina í IGP á tímabilinu júlí 2007 – desember 2008, sem voru metnir á $ 52 milljónir í desember 2008. (hressilegur loftþrýstingur það) Yfir sama tímabil greiddu Sextant Hybrid og Water u.þ.b. $ 17 milljónir fyrir hluti í IGP sem metnir voru á $ 106 milljónir í desember 2008. (svipaður loftþrýstingur).
Kaup Sextant í hlutabréfum IGP samtals $ 23 milljónir sem blésu út í $ 158 milljónir án þess að nokkur rekstur, starfsemi, tekjur eða hagnaður væri í kortunum …….. á Snæfellsnesi.
Fjársvik
Fjársvik Otto Spork og Sextant sjóðana hans eru skilgreind í þremur liðum;
1. Sala á hlutum í fjárfestingasjóði á uppsprengdu verði með sviksamlegum hætti
2. Þóknun í milljónum dollara í hlutfalli við uppsprengt sviksamlegt verð bréfanna
3. Fjárdráttur úr sjóðum til sviksamlegra nota.
Fyrirtaka í þessu máli hefur margsinnis verið frestað að kröfu lögmanna Otto Spork, nú síðast fyrir 4 dögum. Í fréttum les maður að vatnsverksmiðjan í Snæfellsbæ, liggi undir skemmdum og fjölmargir verktakar örugglega í vondum málum, vegna vanefnda títtnefnds Otto Spork.
Þeim sem er gjarnt á að skokka yfir atburði og sögu; gætu jafnvel lesið ákærusögu þessa tannlæknis, og fundið mikla samsvörun við hrunkvöðla Íslands.
Mikið rosalega þarf þó að bæta almennri “tortryggni og rannsóknarleitni“ í drykkjuvatn þeirra sem fallið hafa á kné og kvið fyrir þessum tannlækni.
Kveðja, Jenný Stefanía