Ég held það sé óhætt að fullyrða að mótmælin 4. október hafi fyrst og fremst snúist um skuldavanda heimilanna – en þau snerust til dæmis ekki um Geir Haarde og Landsdóm.
Þannig túlkuðu stjórnmálamennirnir þetta líka. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um skuldirnar – það er beðið eftir því hvort eitthvað komið út úr því sem skiptir máli.
Það er stundum erfitt að átta sig á því hverjum finnst hvað – en nú virðist manni að í grundvallaratriðum séu einungis Framsókn og Hreyfingin fylgjandi niðurfærslu skulda, en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og VG séu mestanpart á móti.
Eins og auðvitað bankarnir og forstjórar lífeyrissjóðanna.