Guðmundur Ólafsson var í morgunútvarpi Rásar 2.
Hann var mjög gagnrýninn á niðurfærslu skulda og talaði um að það væru Hagsmunasamtök „sumra“ heimila sem krefust þess.
Þetta kæmi láglaunafólki og verkafólki ekki til góða, heldur þeim sem skuldsettu sig fram úr hófi. Sumir hefðu verið í skuldum frá því langt fyrir hrun. Það væru ekki nema fá heimili sem væru í verulegum vandræðum, það væru kannski fimm prósent heimila sem væru í vonlausri stöðu.
Nú er tími lýðskrumaranna, sagði Guðmundur. Lífeyrissjóðir landsmanna gætu ekki staðið undir þessari niðurfærslu sem væri eins og nýtt Icesave sem ætti að leggja á þjóðina til að bjarga 3-4 prósentum fjölskyldna í landinu.
Þið getið hlustað með því að smella hér.