Hér er í sinni tærustu mynd, í fáum orðum, útskýring Hannesar H. Gissurarsonar á því hvers vegna hrunið varð á Íslandi. Spurningin er eiginlega: Trúir hann þessu sjálfur og vinir hans?
„Hinar innlendu ástæður hrunsins voru helstar, að fámenn klíka í kringum Jón Ásgeir Jóhannesson lagði undir sig Ísland árin 2004–2008. Hún tæmdi bankana, stjórnaði fjölmiðlunum og braut skráðar og óskráðar reglur viðskiptalífsins. Lesa má um hana í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur henni fyrir dómstóli í New York. Menntamenn, álitsgjafar, embættismenn og stjórnmálamenn vanræktu að veita þessari klíku nauðsynlegt aðhald, enda sumir á mála hjá henni.„