fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Alice Walker, Árni Þórarins og séra Friðrik

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. október 2010 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal efnis í Kiljunni í kvöld er viðtal við bandaríska rithöfundinn og baráttukonuna Alice Walker. Hún er frægust fyrir skáldsögu sína The Color Purple. Walker dvaldi hér á landi um helgina til að taka við verðlaunum úr Lennon/Ono friðarsjóðnum.

Alice Walker er fædd í Georgíu í Bandaríkjunum 1944. Foreldrar hennar voru snauðir landbúnaðarverkamenn sem tíndu bómull upp hlut. Henni tókst að brjótast til mennta, var ung stúlka þegar hún tók þátt í hinni fræknu mannréttindabaráttu blökkufólks í Suðurríkjunum, Walker er yfirlýstur femínisti og fer víða um heim til að tala máli undirokaðs fólks, til dæmis í Palestínu, Kongó og Burma.

Árni Þórarinsson segir frá nýrri spennusögu eftir sig sem kemur út í dag. Bókin nefnist Morgunengill.

Vilborg Dagbjartsdóttir flytur ljóð úr nýrri bók sinni sem nefnist Síðdegi.

Við fáum að heyra hverjar eru uppáhaldsbækur Þórarins Þórarinssonar blaðamanns.

Páll Baldvin og Kolbrún ræða um bækurnar Þú sem ert á himnum eftir Úlfar Þormóðsson, Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson og nýútkomna spennusögu eftir franska höfundinn Fred Vargas

En Bragi talar um séra Friðrik og rifjar upp minningar frá dvöl í Vatnaskógi.

AliceWalker

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti