Iceland Airwaves byrjar í dag. Ég hef aldrei farið á tónleika á hátíðinni en ætla kannski að reyna að bæta úr því í þetta skipti. Þið munuð samt ekki sjá mig dansandi á Nasa um miðja nótt.
Hátíðin hleypir lífi í bæinn. Hann er satt að segja heldur lífvana nú eftir lok túristatímans. Á mánudagsmorguninn var eins og hefði sprungið nevtrónusprengja. Fólkið horfið, en húsin eftir.
Ég var að kíkja á veðurspána. Rigning í kortunum fram á helgi, sýnist mér.
Eins gott að Airwaves er ekki útihátíð.