fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Portúgalir á Íslandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. október 2010 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var á gangi á Skólavörðustígnum í gærmorgun. Það er frekar fámennt í bænum þessa dagana, þennan mánudagsmorgun var eiginlega enginn á ferli. Tveir sjónvarpsmenn voru að bjástra við að taka mynd upp götuna í átt að Hallgrímskirkju.

Við tókum tal saman og þeir ákváðu að taka viðtal við mig.

Þeir þóttust vita að handbolti væri vinsælli á Íslandi en fótbolti, ég leiðrétti þá og sagði að fótbolti væri vinsælli en hins vegar væru Íslendingar betri í handbolta.

Þeir spurðu mig líka um kreppuna.

Svo fór ég að rifja upp fyrir þeim stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Það var árið 1968 þegar portúgalska liðið Benfica kom til Íslands og keppti við Val í Evrópukeppni. Í Benficaliðinu var skærasta stjarna fótboltans á þeim tíma, Eusebio. Hann hafði slegið í gegn í Heimsmeistarakeppninni á Englandi tveimur árum áður.

Stærsti leikurinn segi ég.

Jú, þarna var sett aðsóknarmet á Laugardalsvellinum sem seint verður slegið. Og eftirvæntingin var mjög mikil. Það var vissulega minna um að vera á Íslandi á þeim tíma – og þetta þótti stórviðburður. Hetja dagsins var Sigurður Dagsson, markvörður Vals, sem hélt hreinu gegn Portúgölunum.

Hins vegar var leikfyrirkomulag í Evrópukeppnum næstu árin á eftir þannig að frægustu fótboltamenn heims komu og kepptu hérna. Þá stjórnuðu peningarnir ekki öllu – og stóru klúbbarnir voru ekki bara að keppa innbyrðis. Barcelona spilaði hérna og Real Madrid, Olympiakos, Panaþinaikos, Juventus, Hamburger SV, Aston Villa, Everton og Liverpool.

eusebio4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti