Kári vildi ekki fara að sofa í gær. Um þetta snerust nokkrar umræður, hann var upptekinn við að lesa stóru Disney matreiðslubókina sem er nýkomin út.
Þegar enn var reynt að koma honum til að fara að hátta sagði hann.
„Þið verðið nú að meta það við mig að ég ætla ekki að láta ykkur fara á elliheimili.“