fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Fundir

Egill Helgason
Mánudaginn 11. október 2010 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er stundum spurður að því hvort ég ætli í pólitík. Jú, og í fyrra var mér boðið þingsæti sem telja mátti nokkuð öruggt.

En ég hef alltaf sagt nei – og ein aðalástæðan er sú hvað mér þykir erfitt að sitja á fundum.

Sumt fólk er á fundum alla daga, kannski mörgum sinnum á dag – það eyðir mestum vinnutíma sínum á fundum. Og það þarf líka að vera á fundum utan eðlilegs vinnutíma.

Fundir eiga það yfirleitt sammerkt að þeir eru of langir. Það eru alltaf einhverjir sem taka fundi í gíslingu, tala of lengi, segja almælt tíðindi.  Jú, og það er auðvitað til fólk sem er fundafíklar.

Ég hef lengi dáð Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA. Mér skilst að í fyrirtæki hans sé reglan sú að fólk skuli standa á fundum og það séu ekki veitingar. Kamprad skilur semsagt gildi þess að stytta fundi. Það gera ekki allir.

Líf stjórnmálamanna fer að miklu leyti fram á fundum. Og ég get eiginlega ekki láð þeim þótt þeir sofni stundum á fundunum.

Ef þeir eru þá ekki bara að hlusta með lokuð augun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti