fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Af næturvörslu á Hótel Borg

Egill Helgason
Mánudaginn 11. október 2010 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sé á Vísi að Hótel Borg er orðin 80 ára. Og að það var haldið upp á afmælið. Þeir höfðu ekki fyrir því að bjóða gömlum næturverði.

Ég hefði getað samt þeim ýmsar sögur.

Af danska Íslandsvininum sem strunsaði út eina nóttina og sagðist aldrei koma aftur á hótelið, en hann hafði gist þar frá stofnun þess. Þá voru hávær diskótek á neðri hæðinni.

Af Bandaríkjamanni sem líka rauk út og spurði: „Is this a hotel or a brothel?!“

Af verkalýðsleiðtoganum utan af landi og konu hans sem ég neyddist til að vísa út af hótelinu vegna drykkjuláta af herbergi.

Af því þegar ég reyndi að nota munn við munn aðferð við konu sem ég hélt að væri að geispa golunni – en hafði þá bara fengið sér of mikið neðan í því.

Af kynnum mínum af Jóni Páli sem þá var í hópi dyravarða á hótelinu.

Af yfirvaraskegginu sem ég skartaði þá og blazerklæðnaðnaðnum, mér fannst það eini fatnaður sem væri viðeigandi í þessu starfi.

Af því þegar tveir erlendir karlmenn reyndu að lokka mig í trekant.

Af því hvernig ég var spurður hvort ég gæti útvegað vændiskonur – nei, það gat ég ekki.

Af því þegar herlögreglan kom á nóttinni ásamt íslenskum lögreglumönnum til að kanna hvort bandarískir hermenn af vellinum sem fengu að gista á hótelinu væru nokkuð með íslenskar stelpur uppi á herbergi.

Hotel_Borg_Reykjavik_Iceland_exterior

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti