Jónas Kristjánsson býður sig fram til stjórnlagaþings. Hann erf flottur kandídat þar. Krítískur, hefur skrifað fullt um stjórnarskrármál, gjörþekkir íslenska kerfið, algjörlega óhræddur.
Ég nefndi Pawel Bartoszek í pistli hér um daginn sem góðan fulltrúa á þingið. Mér skilst að hann sé að íhuga að taka slaginn.
Sem og Elías Pétursson jarðverktaki – hann er góður fulltrúi eigenda smáfyrirtækja.
Ýmsir voru nefndir hér í umræðum um daginn: Kristín Vala Ragnarsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Ómar Ragnarsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Herdís Egilsdóttir.
Það er fullt af góðu fólki sem kemur til greina. Um að gera að koma því af stað.