fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Af anarkistum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. október 2010 23:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar oft undir eigin nafni, en núorðið skrifar hann oftar undir nafninu AMX fuglahvísl eða undir nafninu Skafti Harðarson. Þetta eru hans noms de plume.

Yfirleitt nennir maður ekki að eyða orðum á það sem Hannes skrifar undir dulnefni, það er einhvern veginn svo langt fyrir utan allan þjófabálk.

En nú fann ég eitt lítið atriði sem mér finnst nógu skemmtilegt til að gera athugasemd við.

Hannes segir í nýjustu AMX grein sinni að ég skilji ekki anarkista, enda hafi ég ekki lesið bókina The Secret Agent eftir Joseph Conrad. Hana las ég reyndar um tvítugt, þegar ég var með mikla dellu fyrir þessum rithöfundi.

En það skiptir ekki máli. Ég sagði í pistli að anarkistar væru yfirleitt nokkuð meinlausir. Hannes tínir til tvö pólitísk morð á 19. öld til að sýna að svo sé ekki.

En staðreyndin er samt sú að anarkistar hafa aldrei átt ríki þar sem þeir geta kúgað fólk eða drepið líkt og nasistar, fasistar og kommúnistar. Yfirleitt er frekar svo að anarkistar hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldi og kúgun.

Og svo má reyndar benda á að anarkistar hafa á ýmsan hátt haft rétt fyrir sér hin síðari ár. Anarkistar voru mjög fyrirferðarmiklir í mótmælunum miklu gegn alþjóðavæðingunni sem náðu hámarki í Seattle 1999. Þeir bentu meðal annars á að alþjóðavæðingunni fylgdu umhverfisspjöll og taumlaust ofríki fjármagnsins.

Reyndust hafa býsna rétt fyrir sér.

Og svo til að það fljóti með – fyrirhugað tilræði Verlocs í The Secret Agent misheppnast hrapallega, hann er heldur ekki eiginlegur anarkisti heldur flugumaður, það sem kallast agent provocateur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Af anarkistum

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?