fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Varla undanþága fyrir ofbeldi

Egill Helgason
Föstudaginn 29. janúar 2010 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki alveg að skilja að ekki megi ákæra fólkið sem réðist inn í Alþingishúsið á tíma búsáhaldabyltingarinnar. Það mun varla margir mótmæla því að að minnsta kosti tvívegis fóru mótmælin algjörlega úr böndunum, þarna og þegar hópur fólks kastaði grjóti að sex lögreglumönnum sem voru að verja Stjórnarráðið.

Daginn eftir klæddist fjöldi mótmælenda appelsínugulum lit til marks um að þeir kærðu sig ekki um ofbeldi. Þrátt fyrir að mikið hafi legið við, ríkti varla undanþága fyrir ofbeldi þessa daga.

Það að ákæra þennan hóp mótmælenda útilokar á engan hátt að fjársvikarar séu dregnir fyrir dóm  – þvert á móti virðist vera ansi góður gangur í starfi sérstaka saksóknarans. Þau mál eru hins vegar flókin og tekur tíma að leiða þau til lykta.

Ég er ekki alveg viss um að öllum þeim sem réðust inn í Alþingi gangi gott til. Varla þeim sem beit lögregluþjónana.

Í fyrradag gekk ég fram hjá einum þeirra sem ég sá að er ákærður þar sem hann gekk ásamt vini sínum í Austurstræti. Þegar ég var kominn steinsnar frá þeim heyrði ég þá muldra:

„Á ég að pissa á andlitið á þér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?