Bjarni Harðarson vinur minn er kominn til Eþíópíu og bloggar frá Addis Ababa.
Það minnti mig á ljósmynd sem ég hef í fórum mínum. Hún er af frænda mínum, Ólafi Haraldssyni, en þegar hann var lítill drengur bjó hann ásamt foreldrum sínum í Eþíópíu.
Þau voru kristniboðar eins og margir í minni fjölskyldu.
Ólafur er á myndinni ásamt einhverjum frægasta manni í sögu Eþíópíu, manni sem allur heimurinn þekkti á sinni tíð, sjálfum keisaranum, Ras Tafari Makonnen, ljóninu af Júda, Negus Negusti – betur þekktum sem Haile Selassie. Myndin er tekin í kringum 1965.