fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Vildarkjör nýju bankanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. janúar 2010 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur.

— — —

Í núverandi fjármálakreppu er Landic stærsta gjaldþrotið  í fasteignabransanum á Norðurlöndum.

Slóð Landic í Danmörku og Svíþjóð er skrautleg orgía af skuldsettum yfirtökum, yfirverði, uppblásnum goodwill og veðsetningu langt yfir skorsteininn. Fyrir nokkrum mánuðum var skipt um framkvæmdastjóra, 365-FL-maðurinn Viðar Þorkelsson tók við af Skarphéðni Berg Steinarsyni.

Í millitíðinni fer Landic í skuldahraðhreinsun og skiptir um nafn. Landic fer á hausinn með skuldir upp á 120 miljarða og heitir núna Reitir með eignir upp á 90 miljarða.

Í stuttu máli : “ fjárhagsleg endurskipulagning” breytir mínus 120 miljörðum í plús 90 miljarða. Reitir er nú í eigu bankanna. Hverjir fá nú að “kaupa” Reiti af bönkunum ?

Ef almenningur ætti kost á afskriftum í sömu hlutföllum gæti dæmi eins og Landic komið 10.000 manns réttu megin við núllið, miðað við  skuld  upp á 12 miljónir sem eftir afskrift yrði eign upp á 9 miljónir pr. Mann/fjölskyldu.

Risavaxnar upphæðir flæða þannig út úr bankakerfinu í formi afskrifta og það eina sem hefur breyst eftir hrun eru formerkin. Svona virðist fara fyrir aföllunum á milli gömlu og nýju bankanna

Annað fyrirtæki á leið úr skuldahraðhreinsun  er Samskip og  Óli (”al Thani” ?) Óla gerir “comeback”.

Ekki er spurt hvort heldur hvenær  Nonni & Jói  fá Haga á silfurfati. Sennilegur tímapunktur er í glundroðanum vegna bankaskýrslunnar eða Icesave.

Á meðan má almenningur éta það sem úti frýs. Engar afskriftir á stökkbreyttum lánum,einungis plástrar og gálgafrestir.

Átti ekki nýtt Ísland að rísa úr rústunum ?

Hvar er þetta nýja Ísland ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?