Steingrímur J. Sigfússon fer til Hollands að ræða Icesave með Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Ekki vitlaus hugmynd.
En hvar er fulltrúi Samfylkingarinnar? Er Össur Skarphéðinsson orðinn alveg ósýnilegur?
En í Davos á samráðsfundi heimskapítalismans eru Ólafur Ragnar Grímsson og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Útrásarforsetinn og útrásarvíkingurinn.
Þeir fóru reyndar ekki þangað saman – sá tími er liðinn – en það væri kannski gaman að vera fluga á vegg og heyra hvað þeim liggur á hjarta.