Atvinnurekandi sendi eftirfarandi línur ásamt meðfylgjandi úrklippu úr DV:
— — —
Á meðan bankinn gerir allt sem hann getur til þess að ná af mér eignum og geta ekki fellt niður krónu af stökkbreyttum lánunum, þá ná þeir að semja við Ólaf……mikið er ég ánægður með það.
Þessir stórsnillingar ná að endurskipuleggja sjálfa sig inn í fyrirtækin sem þeir settu á hausinn, endurskipulagningarhugmyndir bankans gagnvart mér eru að þeir fái eignirnar og að ég gangist í ábyrgð fyrir öllu með veði í húsinu mínu.
En Ólafur og hans kónar eru líka miklu „þjóðhagslega mikilvægari“ en við litlu karlarnir.