Við fengum að sjá fyrsta hlutann í spennusögu í sjónvarpinu í kvöld, sögu Alfreðs Elíassonar og Loftleiða.
Þeir voru miklir töffarar þessir fyrstu flugkappar Íslands, óhefðbundnir menn og kjarkaðir – af þeim og félaginu þeirra stafar ljómi.
Byrjuðu á því að fljúga á litlum sjóflugvélum milli landshluta á Íslandi, á endanum voru þeir komnir með stórar þotur sem flugu milli Íslands og Ameríku. Á þeim tíma var varla hægt að finna hagstæðari leið milli heimsálfanna en með Loftleiðum. Hipparnir ferðuðust með þeim fram og til baka yfir hafið.
En við erum ekki komin að þeim hluta í myndinni – og ekki heldur þeim hluta þegar kerfið á Íslandi, stjórnmálamennirnir og kolkrabbinn sameinuðust um að ná undir sig Loftleiðum. Til þess voru notuð bolabrögð og klækir.
Þá var spilling á Íslandi – ekki síður en nú.