fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Áfangar í endurreisninni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. janúar 2010 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glaumur sendi þennan – vissulega harðorða – texta um áfanga í endurreisninni:

— — —

1. Það verður uppreisn ef gengið verður að kröfum Breta og Hollendinga um greiðslu IceSave segir Steingrímur J. í stjórnarandstöðu.
2. Búsáhaldabyltingin og kosningaloforðin.
3. Neyðarlögin fest í sessi og mismunun sparnaðarforma þar með. Fordæmi sett fyrir IceSave.
4. Glæsilegir IceSave samningar handsalaðir.
5. Tug milljarða dælt í fjárglæfrafyrirtækið Sjóvá.
6. Tugum millljarða dælt inn í hrunda banka og fjármálafyrirtæki.
7. Framleiðslufyrirtækið HS Orka seld úr landi á spottprís vegna fjárskorts.
8. Fyrirvarar settir við stórgallaðan IceSave samning.
9. Afskriftir fastar í bönkunum en flytjast ekki til skuldara. Kúlulánafólk og hrunverjar stýra skuldaaðlögun úr bönkunum.
10.Jóni Ásgeiri og Högum boðið upp á ríflegar afskriftir í 1998. Jón sinnir auk þess ráðgjafastörfum fyrir þrotabú Baugs í Bretlandi enda hæfastur til að gera verðmæti úr því sem hann eyðilagði.
11.Kúlulánaþegar ráðnir forstjórar bankanna og bankasýslunnar.
12.Pólitískt skipaðar skilanefndir og slitastjórnir eignast bankana.
13.Samfylkingin ræður kúlulánþega úr Landsbanka og pólitíska handlangara í tugatali án auglýsingar.
14.Björgólfi Thor gefinn sæstrengur og skattaafsláttur gegn hugmynd um gagnaver á MIðnesheiði.
15.Allir skattar hækkaðir á landsmenn en eignir bankaræningja afþýddar.
16.Vistabönd og gjaldeyrishöft innanlands á meðan fyrrum bankastjórar sleikja sólina og útrásarvíkingar lifa í vellystingum í London og Lux.
17. Það er réttlátt að íslenskur almenningur borgi reikninga lítils hóps spákaupmanna segir Steingrímur J. í ríkisstjórn í viðtali við norskt dagblað.
18. 11.1.2010 Ríkisstjórn Íslands tekur formlega afstöðu með Hollendingum og Bretum í IceSavedeilunni.
19. Forstöðumaður IceSave í Bretlandi metinn hæfastur til að hámarka verðmæti hnignandi þrotabúsins sem standa á undir 1200 milljarða skuld bankans
20. FL Group, Exista, Eimskip, Egla og Atorka fá nauðasamninga til að komast hjá rannsókn á bókhaldi og til þess að lífeyrissjóðir og bankar geti afskrifað óheyrilegt tap í leynum. Litla hluthafanum sýndur fingurinn en skatturinn sér í gegnum fingur sér.
21. Óbreyttar stjórnir lífeyrissjóða frá því fyrir hrun liggja feitar í fleti.
22. Norræna velferðarstjórnin setur upp leikritið “Fyrnum kvótann – sameign þjóðarinnar” við frábæra aðsókn en hættir sýningum vegna gagnrýni lénsherranna sinna.
23. Svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stórfellda kostun auðhringja á stjórnmálamönnum stungið undir stól. Forseti þings þegir.
24. Ólína og Gylfi setja upp tvíleikinn “Burt með bankaleyndina”.
25. Ríkistjórnin fullyrðir að gengið lagist eftir kosningar, eftir umsókn um inngöngu í ESB, eftir endurreisn bankanna, eftir samþykkt IceSave, eftir afgreiðslu IMF, eftir jól, eftir helgi, eftir eitthvað… annars farið þið til helv…en ekki lagast gengið.
26. Skattlagning á frestuðum hagnaði felld niður nema hjá þeim voru svo vitlausir að borga hann á réttum tíma.
27. Sjóvá og Skeljunugur sett í “opið” söluferli til þeirra sem eiga meira en 500 milljónir og heita Guðbjörg Matthíasdóttir. Kjölfestufjárfestar úr hópi vildarvina óskast eingöngu. Loforðum um dreifða eignaraðild og aðdáun á litlum og meðalstórum aðilum stungið undir stól. Einokun og fákeppni styrkt.
28. Sparnaður innistæðueigenda sem tryggður var með dýrkeyptum loforðum hrunstjórnarinnar brennur upp í bönkunum á meðan vildarvinir og afskriftakóngar fá einir að taka þátt í endurreisninni. Til hvers voru innistæður tryggðar?
29. IceSave sem Steingrímur vill borga komið í rúmar 500 milljarða. Samt bólar ekkert á boðaðri uppreisn hjá Steingrími í stjórn. Sjá lið 1.
30. Fyrstu ákærur vegna bankahrunsins birtar ungmennum sem mótmæltu á þingpöllum.
31. Stjórnlagaþing! Til hvers? – þið hafið Eurovision.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“