fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Ævintýralegar viðskiptaaðferðir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. janúar 2010 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þetta greinarkorn:

— — —

Það fer að fjúka allverulega í mann….maður er að komast á suðupunkt.  Stím og Sterling gaurinn sem greiddi sér 4.4 milljarða arðinn til Lúx skv.ársreikningi FONS 2007 (eigandi FONS er Matthew Holding Luxemborg) fékk lánafyrirgreiðslu sem þekkist ekki í hinum vestræna heimi !!!

http://eyjan.is/blog/2010/01/26/glitnir-mokadi-fe-i-fons-skommu-fyrir-bankahrun-samningur-gerdur-eftir-ad-bankakerfid-var-hrunid-ved-i-lani-til-baugs-sem-aldrei-var-greitt-af/

Þann 15. Ágúst árið 2008, einum og hálfum mánuði fyrir hrun bankanna, birtist þessi frétt um ævintýralegan gróða Pálma í Fons á viðskiptum hans við félaga sinn og samstarfsmann, Jón Ásgeir Jóhannesson, eða hagnað upp á litla áttatíu milljarða króna.

http://www.visir.is/article/20080815/VIDSKIPTI06/720151058&SearchID=73327183804397

Á svipuðum tíma kom Pálmi fyrirtækinu Iceland Express út úr Fons og í sína eigin eigu, en þrátt fyrir þennan ævintýralega hagnað urðu engar eignir eftir í Fons og fyrirtækið var sett í gjaldþrot og skuldar nuna um 10% af fjárlögum islands.

Um sama leiti lét félagi hans, Jón Ásgeir svipaðan leik, þegar hann kom Högum út úr Baugi, rétt fyrir gjaldþrot þess félags, yfir í eigu nýstofnaðs fyrirtækis síns, 1998 ehf., sem nú rær að því öllum árum, að fá niðurfellingu á 50 milljarða skuldum, til þess að Baugsfjölskyldan geti rekið Haga áfram.

Þessir viðskiptafélagar hafa skilið eftir sig hundruð milljarða gjaldþrot vegna ýmissa fyrirtækja sinna hérlendis og erlendis, en njóta svo mikils trausts innan nýju bankanna, sem alls ekki geta hugsað sér að slíta viðskiptum við þá, þar sem þetta eru svo snjallir viðskiptamenn, að aðrir slíkir finnist ekki í veröldinni og þó víðar væri leitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“