Þetta á dálítið vel við í dag. Blússtandardinn Stormy Monday með Albert King og Stevie Ray Vaughan. Til í ótal útgáfum, meðal annars með Allman Brothers Band, Eric Clapton, Jethro Tull, Evu Cassidy, B.B. King og gömlu íslensku Eikinni. Höfundurinn er T. Bone Walker, lagið er samið 1947.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=hXBdJkTDgbw]
Annars var Jakob Magnússon bassaleikari að auglýsa eftir mánudagslögum á Fésinu.
Þau eru ansi mörg: Manic Monday, Monday Monday, Monday on my Mind, Blue Monday, Rainy Days and Mondays….