fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Óþarfar áhyggjur lögreglunnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2010 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held ekki að lögreglan þurfi að óttast ólæti í kjölfar bankaskýrslunnar.

Í raun þarf að hafa meiri áhyggjur af þeim sem munu reyna að skumskæla efni hennar, snúa út úr og spinna. En það verður víst ekki i verkahring lögreglunnar.

Annars er einn mikilvægur punktur.

Í heimildarmyndinni Maybe I Should Have? sem var frumsýnd í gærkvöldi sögðu bæði Robert Wade og Willam K. Black að enginn hefði verið handtekinn vegna bankahruns í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Ekkert slíkt væri á döfinni.

Hér megum við þó eiga það að sérstakur saksóknari hefur verið settur til að rannsaka málin, hann nýtur aðstoðar alþjóðlegra sérfræðinga – og að rannsóknarnefnd er að fara í saumana á atburðum.

Það er allnokkuð – svona að því tilskildu að eitthvað komi út úr þessu,.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt